Færsluflokkur: Dægurmál
12.12.2009 | 05:07
Samkeppni
Nú þegar allir bloggararnir eru hættir út af því að Davíð varð ritstjóri þá er kannski pláss fyrir okkur hin. Mér finnst ótrúlega fyndið, þó ég sé engin sérstakur vinur Davíðs eða forsvarsmaður, hvað fólk nennir að velta sér upp úr honum og hans karakter og í mínum huga minnir þetta á frásagnir af einelti. Kannski vakna ég einn daginn og hef misskilið þetta allt og kannski sé hann bara óvinur ríkisins númer eitt og hafi þetta allt í hendi sér en ekki aðrir. Sérstaklega á ég kannski eftir að uppgötva að hann er sá sem stjórnar öllu nokkurskonar "Super Davíð".
Ég er einnig orðin leið á þessum málflutningi margra um að allt sé sjálfstæðisflokknum að kenna, það minnir mig á frásagnir þeirra sem aðhyllast Íslam, þar er það USA og Bretland sem eru að eyðileggja allt en hér er það sjálfstæðisflokkurinn.
Hvað er það við okkur sem gerir að við þurfum alltaf að hafa blóraböggla en getum ekki horfst í augum við raunveruleikann og hvað þá sannleikann. Ja ekki veit ég svo mikið veit ég þó!
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 05:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.6.2009 | 13:21
Allir eiga að hlusta á þennan þátt
Ævar Kjartansson og Ágúst Þór Árnason eru með snilldarþátt á Rás 1 sem heitir Framtíð lýðræðis.
Mánudagskvöldið 15.06. voru þeir með gest sem heitir Hjörleifur Guttormsson fyrrverandi alþingismann, en Hjörleifur sat á þingi í þeirri tíð sem Jón Baldvin Hannibalsson samdi um EFTA aðild okkar Íslendinga. Allir þeir sem ekki muna eftir ástæðunum fyrir ástandinu í dag ættu að hlusta á þennan þátt og einnig að hlusta á hvað ber að varast við inngöngu okkar í ESB, hvað ætti að ske næst hér á landi þ.e. ekki bara að ganga í ESB heldur endurskoða stjórnarskránna ásamt fleiri góðum punktum.
Hér er slóðin að þættinum
http://dagskra.ruv.is/ras1/4468260/2009/06/15/
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.5.2009 | 17:34
Ég verð að hrósa hinni nýju stjórn landsins
fyrir að vera að semja um hærri laun fyrir hina lægst launuðu. Ótrúlegt að hækka laun með annarri hendinni og samþykkja gengisvísitöluna í sögulegum hámörkum "frá hruni" með hinni. Þannig að þessi blessaða launahækkun sem öllum veitir ekki af fer gjörsamlega forgörðum vegna hækkunar á öllum aðföngum erlendis frá.
Frábært í alla staðið og vel af sér vikið!!!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.1.2009 | 23:21
Amma til sölu fyrir 1-2 krónur?
Búin í áfallinu síðan í dag enda fljót að jafna mig eftir svona lestur en eftir stendur spurningin finnst þessum fjárfestum allt í lagi að selja alla þjóðina og ömmu með fyrir þær krónur sem fást? Ég verð að segja að þrátt fyrir að ég hafi notað orð hennar ömmu "svei þeim" þá held ég að hún hefði aldrei skilið svona hugsunarhátt, enda hver gerir það?
Amma mín var sómakær húsmóðir í sveit fyrir vestan og rak þar myndarbú þar sem alls var gætt; snyrtimennsku, siðgæðis og það að skulda engum eða arðræna aðra. Lagt var inn í Kaupfélagið á Ísafirði á hverju hausti svo, svo mörg lömb og út þaðan tekið einungis það sem þau áttu hún og afi. Öllu ósæmilegu haldið frá okkur börnunum eins og að halda beljum til ásamt lambsdauða, það eina sem maður sá um hringrás lífsins voru dauðar hænur í haughúsinu ásamt kjöti og öðrum slíkum afurðum á borðum.
Ég auglýsi eftir slíkum hugsunarhætti þar sem mannorð var einhvers virði og handsal var jafnt og undirskrifað plagg. Ekki bara að eiga krónur á reikningum og fyrir hvern? Fjölskylduna arðrænda að mannorði eða fyrir hvern??
Hvernig hugsa svona menn eins og þeir sem eru við stjórn Kjalar? Hver eru þeirra gildi? Á bara að selja ömmu fyrir tvær krónur þegar ein væri bara nóg og allir hefðu það gott?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.1.2009 | 15:29
Hverju eru mótmælendur að mótmæla?
Ég verð að segja eftir að hafa lesið Mbl í dag að ég er vægast sagt í áfalli og spyr afhverju eru mótmælendur ekki að mótmæla á réttum stöðum. Mér finnst að ata eitthvað embættishús málningu er svo gamaldags og hallærislegt að það hálfa væri nóg fyrir utan hvað það kostar mig sem skattgreiðanda. Afhverju er ekki verið að mótmæla hjá þessum aðilum sem eiga sök á þessum ástandi eins og t.d. Exista og Kjalar í samfloti við Kaupþing?
Sjá eins og Kjalar að vilja fá gjaldeyrinn, sem þeir voru búnir að safna hjá gamla Kaupþingi, leystan út á genginu erlendis í dag (munar smá slatta), þvílík siðblinda. Þetta félag búið að koma þjóðfélaginu á hausinn með því að veikja krónuna niður úr öllu valdi með því að yfirbjóða og gera framvirka gjaldeyrissamninga og með því að hækka verðbólgu osfrv.
Svo er verið að gera lítið úr Bjarna Ármanni fyrir að hafa greitt til baka þessar 370 milljónir. Hinir eru að fara fram á að fá þessar milljarða sína á enn hærra gengi, Evran er skráð hér á 170 kr. ætli þú þurfir ekki að borga 270 kr. fyrir hana erlendis, munar aðeins. ég segi nú bara eins og amma mín gerði svei þeim!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.11.2008 | 20:59
Karíus og Baktus, ástandið í dag;
Þegar ég var lítil hafði ég afskaplega gaman af Karíus og Baktus og fannst sérstaklega þessi setning; "Við viljum meiri sykur" ótrúlega djörf, hver heimtar svona, ekki ég miðað við mitt uppeldi! Í dag stend ég mig að því að hugsa, þegar ég heyri í einstökum stjórnmálamönnum tala um nýjar kosningar, um þessa setningu nema nú hljómar hún; "Ég vil aftur kosningar". Hver þarf á því að halda, ég spyr, kosningum! Bíddu hverja á ég að kjósa? Vinstri græna með Ögmund, Kolbrúnu og Steingrím, ekki það Steingrímur virkar ágætlega, Kolbrún er svona laumu græningi (með litað hár, sjá fyrri blogg), en Ögmundur sem gegnir hvað mörgum hlutverkum? Jú, þingmaður vinstri grænna, formaður BSRB og stjórnarformaður lífeyrissjóðs BRSB og hann, bíddu ég spyr ruglast hann aldrei í ríminu fyrir hvern hann er að tala og hvenær? Hann er trúlega æðislegur eiginmaður svona "multitask", með þvottavélina, uppþvottavélina, kynlífið, hreinlætið og trúlega með allt annað á heimilinu á hreinu?
Ekki það að ástandið í dag er ekki ólíkt og hjá Karíus og Baktus, allt í rúst og búið að fylla í allar holur! Hver vill það? Erekki betra að sukka og fara í haustferð, vetrarferð, vorferð og sumarferð til útlanda (ég tók fullan þátt líka). Í dag er allt í rúst og enginn vill tala við okkur, af hverju? Bíddu, biðu ekki allar þjóðir eftir því að við kæmum og vildum fá lán og það súperkjörum? Hvar týndi ég þráðnum? Hvar er Kristján þessi nýráðni upplýsingafulltrúi stjórnarinnar? Hver stjórnar honum?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.11.2008 | 13:39
Edduflokkurinn
Ég er svo heppin að eiga móðir á lífi, hún er ung í anda og virkilega gaman að heyra hana tala um pólitík. Ragnar Reykás bliknar gjörsamlega í samanburði við hana og er ég með það á hreinu að Siggi Sigurjóns gæti lært mikið af því að ræða við hana. Hún á það til í umræðum um pólitík að verða frekar orðljót, neikvæð og virkilega skoðanaföst svo það stormar um hana, en við það skiptir hún mjög gjarnan um skoðanir þannig að skoðanafestan fer þar fyrir lítið. Þó er eitt sem hún hefur alveg haldið sig við og það er að kjósa Adda Kitta Gau eins og hún kallar hann, hann er jú að vestan eins og hún, heppin!
Þetta nafn Edduflokkurinn er síðan eitthvað sem mágur minn fann upp á að kalla okkur systurnar, fjórar, þegar honum fannst við líkjast mömmu, sérstaklega þegar við fórum að lýsa skoðunum okkar. Ég verð að segja þó hún sé móðir mín og mér þyki vænt um hana þá á ég mjög erfitt með að taka þessu sem hrósi að vera í Edduflokknum, kannski vegna þess ég kýs ekki Frjálslynda eða ég skipti ekki um skoðanir á pólitík eftir öðrum eða ég verð alls ekki eins orðljót og hún þó ég eigi það til að tala hátt og mikið. Það er samt gaman að þessu og mér finnst verulega skemmtilegt að hugsa til þess að eftir kannski 20 eitthvað ár þegar ég verð jafn gömul henni þá verð ég kannski ekkert skárri, hver veit.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.11.2008 | 14:10
Pólitík
Ég er ein af þeim sem tel mig ekki vera pólitíska en hef samt ákveðnar skoðanir á pólitík og ég verð að segja að upp á síðkastið hefur mér gjörsamlega ofboðið neikvæðni ónafngreindra þingmanna sem eru í öllum viðtalsþáttum í útvarpi og sjónvarpi og dagblöðum og mér finnst stundum að jaðri við að þeir ofsæki mann. Mér hefur dottið í hug hvort þeir séu með beina línu frá fjölmiðlum og í símann sinn, samt ofbýður mér mest að fjölmiðlar skuli taka þátt í þessu. Ég þakka mest á þessum dögum fyrir takkann á viðtækjunum sem býður upp á að slökkt sé á þeim.
Ég veit ekki hvort að fólk almennt kaupir svona pólitík en finnst samt að umræðan í þjóðfélaginu almennt á neikvæðari nótunum og því gæti þetta átt hljómgrunn. Skil ekki hverju þeir telja sig vera að koma til skila með þessari neikvæðni, allaveganna er ég með það á hreinu að ef þeir kæmust til valda þá bið ég guð að vernda þjóðina, landið og miðin. Ekki gæti ég hugsað mér að þurfa að vera undir svona neikvæðum straumum stjórnarlega líka.
Fyrst ég er nú á annað borð byrjuð á pólitík þá hefur mér einnig alltaf fundið það skondið að þeir sem eru að tala mest fyrir náttúruvernd þarna á þingi skuli ganga með litað hár! Ef ég væri dýraverndunarsinni þá myndi ég ekki borða kjöt eða nota dýraafurðir, eins með náttúruvernd þú gengur ekki um og ert bara á móti virkjunum og álverum og slíku, þú verður að vera í öllum pakkanum og líka því að lita ekki hárið, ekki einu sinni með náttúruvænum litum. Þetta er kannski bara ég sem skil ekki svona partsheimer stefnu þar sem bara hluti stefnunnar er notaður.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.11.2008 | 19:53
Blogg, blogg, blogg
Jæja þá er best að taka sig til að bretta upp ermarnar og fara að skrifa því ég þarf að skila nokkrum bloggfærslum í vetur í skólanum. Ekki það að það sé leiðinlegt en það er þetta hvað á maður að skrifa um sem er erfitt, gæti velt mér upp úr þessu ástandi í þjóðfélaginu og reikna með að gera það. Hundarnir eru frekar einhæft umræðuefni eins og sést á þessu bloggi, því ekki getur maður endalaust skrifað um einhverja hunda þó maður hafi farið í hundana. Veðrið er að vísu sígilt en það er suðaustan rok og rigning úti og ekki lyftir það sálinni upp, svo þá er að venda sér í þjóðmálin.
Mikið er búið að ganga á í þessu þjóðfélagi og má segja að manni finnist nóg um. Það sem mér þykir erfiðast er öll þessi neikvæðni sem er í gangi og bara slítur manni. Ég hætti að horfa á sjónvarpsfréttir og hlusta á útvarpsfréttir og verð að segja að það ráð er bara alveg ágætt, hlusta á fimm daga fresti og hef ekki á tilfinningunni að ég missi af neinu. Mér finnst svo ótrúlegt hvað allir eru vitrir í dag og skilja ekki í þessu eða hinu og afhverju þetta og hitt var ekki gert, sérstaklega einn stjórnmálaflokkur sem fer fremstur í þessari neikvæðu umfjöllun og veit alveg hvernig þetta átti ekki að vera og hafa ótrúlegan talanda á því, útlista á fagurfræðilegan hátt allt það neikvæða sem þeir geta fundið en ef þeir eru spurðir hvað þeir hefðu gert þá verður færra um svör. Nóg um það.
Það er svo ótrúlegt hvað sumir hlutir geta verið skemmtilegir, ég náði þeim áfanga í lífinu og útskrifast sem þjóðfræðingur fyrir rúmri viku eða þann 25.10. Hélt ég upp á þann atburð með veislu og bauð hér vinum og fjölskyldu, verð að segja að það var góð veisla. Allir voru glaðir og kátir, enda boðið upp á rauðvín með snittum þrátt fyrir kreppu. Virkilega góður dagur og ánægjulegur, var ánægð með ræðuna hjá rektor, hún er ótrúlega vel máli farin og skelegg. Margir framhaldsskólar mættu taka sér HÍ til fyrirmyndar að útskrifa 350 nemendur, veita þremur starfsmönnum verðlaun, gera þrjá einstaklinga að heiðursdoktorum, kórinn syngja tvö lög og rektor með ræðu og þetta allt á tveimur tímum.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.8.2008 | 21:48
Fleiri myndir af hundunum
Skötuhjúin Halite og Vinur að kúra saman í sófanum. Síðan er mynd af Halite að sóla sig norður á Sléttu í Jökulfjörðum. Flott mynd af Vin sem einnig var tekin í Jökulfjörðunum. Held hann gæti verið að gá til veðurs.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)