Færsluflokkur: Dægurmál
3.5.2008 | 11:17
Myndir af umfjöllunarefninu
Hér koma tvær myndir af Vin og Halide, annars vegar þar sem þau eru að kúra saman upp í sófa og svo úti á leika. Það er ótrúlegt hvað þeim kemur vel saman.
Vinur er búinn að eiga heima hjá okkur í bráðum sex ár en við fengum hann sem hvolp. Halide fluttum við inn frá USA fyrir um mánuði síðan og hefur gengið alveg ótrúlega vel með hana síðan hún kom.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 11:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.5.2008 | 21:47
Hundarnir mínir
Ég verð að segja að fyrir um tíu árum fékk ég þessa einstöku þörf að eignast hunda, það tók mig fjögur ár að sannfæra fjölskylduna um að við gætu ekki án hunda verið. Eftir að fjölskyldan varð alveg sannfærð um að við gætum ekki lifað án þess að eiga hunda þá var að finna tegund sem myndi henta okkur og passa inn í mynstrið.
Vitið að við fundum þessa einstöku hundategund sem heitir Weimaraner, þeir þurfa hreyfingu, þeir þurfa húsbændur, þeir þurfa einhverja sem þykir vænt um þá og einhverja sem stjórna þeim og fara með þá í veiðar eða eitthvað annað spennandi eins og sporun.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)