12.12.2009 | 05:07
Samkeppni
Nú þegar allir bloggararnir eru hættir út af því að Davíð varð ritstjóri þá er kannski pláss fyrir okkur hin. Mér finnst ótrúlega fyndið, þó ég sé engin sérstakur vinur Davíðs eða forsvarsmaður, hvað fólk nennir að velta sér upp úr honum og hans karakter og í mínum huga minnir þetta á frásagnir af einelti. Kannski vakna ég einn daginn og hef misskilið þetta allt og kannski sé hann bara óvinur ríkisins númer eitt og hafi þetta allt í hendi sér en ekki aðrir. Sérstaklega á ég kannski eftir að uppgötva að hann er sá sem stjórnar öllu nokkurskonar "Super Davíð".
Ég er einnig orðin leið á þessum málflutningi margra um að allt sé sjálfstæðisflokknum að kenna, það minnir mig á frásagnir þeirra sem aðhyllast Íslam, þar er það USA og Bretland sem eru að eyðileggja allt en hér er það sjálfstæðisflokkurinn.
Hvað er það við okkur sem gerir að við þurfum alltaf að hafa blóraböggla en getum ekki horfst í augum við raunveruleikann og hvað þá sannleikann. Ja ekki veit ég svo mikið veit ég þó!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.