10.1.2009 | 15:29
Hverju eru mótmælendur að mótmæla?
Ég verð að segja eftir að hafa lesið Mbl í dag að ég er vægast sagt í áfalli og spyr afhverju eru mótmælendur ekki að mótmæla á réttum stöðum. Mér finnst að ata eitthvað embættishús málningu er svo gamaldags og hallærislegt að það hálfa væri nóg fyrir utan hvað það kostar mig sem skattgreiðanda. Afhverju er ekki verið að mótmæla hjá þessum aðilum sem eiga sök á þessum ástandi eins og t.d. Exista og Kjalar í samfloti við Kaupþing?
Sjá eins og Kjalar að vilja fá gjaldeyrinn, sem þeir voru búnir að safna hjá gamla Kaupþingi, leystan út á genginu erlendis í dag (munar smá slatta), þvílík siðblinda. Þetta félag búið að koma þjóðfélaginu á hausinn með því að veikja krónuna niður úr öllu valdi með því að yfirbjóða og gera framvirka gjaldeyrissamninga og með því að hækka verðbólgu osfrv.
Svo er verið að gera lítið úr Bjarna Ármanni fyrir að hafa greitt til baka þessar 370 milljónir. Hinir eru að fara fram á að fá þessar milljarða sína á enn hærra gengi, Evran er skráð hér á 170 kr. ætli þú þurfir ekki að borga 270 kr. fyrir hana erlendis, munar aðeins. ég segi nú bara eins og amma mín gerði svei þeim!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.