12.11.2008 | 20:59
Karíus og Baktus, ástandið í dag;
Þegar ég var lítil hafði ég afskaplega gaman af Karíus og Baktus og fannst sérstaklega þessi setning; "Við viljum meiri sykur" ótrúlega djörf, hver heimtar svona, ekki ég miðað við mitt uppeldi! Í dag stend ég mig að því að hugsa, þegar ég heyri í einstökum stjórnmálamönnum tala um nýjar kosningar, um þessa setningu nema nú hljómar hún; "Ég vil aftur kosningar". Hver þarf á því að halda, ég spyr, kosningum! Bíddu hverja á ég að kjósa? Vinstri græna með Ögmund, Kolbrúnu og Steingrím, ekki það Steingrímur virkar ágætlega, Kolbrún er svona laumu græningi (með litað hár, sjá fyrri blogg), en Ögmundur sem gegnir hvað mörgum hlutverkum? Jú, þingmaður vinstri grænna, formaður BSRB og stjórnarformaður lífeyrissjóðs BRSB og hann, bíddu ég spyr ruglast hann aldrei í ríminu fyrir hvern hann er að tala og hvenær? Hann er trúlega æðislegur eiginmaður svona "multitask", með þvottavélina, uppþvottavélina, kynlífið, hreinlætið og trúlega með allt annað á heimilinu á hreinu?
Ekki það að ástandið í dag er ekki ólíkt og hjá Karíus og Baktus, allt í rúst og búið að fylla í allar holur! Hver vill það? Erekki betra að sukka og fara í haustferð, vetrarferð, vorferð og sumarferð til útlanda (ég tók fullan þátt líka). Í dag er allt í rúst og enginn vill tala við okkur, af hverju? Bíddu, biðu ekki allar þjóðir eftir því að við kæmum og vildum fá lán og það súperkjörum? Hvar týndi ég þráðnum? Hvar er Kristján þessi nýráðni upplýsingafulltrúi stjórnarinnar? Hver stjórnar honum?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.