9.11.2008 | 13:39
Edduflokkurinn
Ég er svo heppin að eiga móðir á lífi, hún er ung í anda og virkilega gaman að heyra hana tala um pólitík. Ragnar Reykás bliknar gjörsamlega í samanburði við hana og er ég með það á hreinu að Siggi Sigurjóns gæti lært mikið af því að ræða við hana. Hún á það til í umræðum um pólitík að verða frekar orðljót, neikvæð og virkilega skoðanaföst svo það stormar um hana, en við það skiptir hún mjög gjarnan um skoðanir þannig að skoðanafestan fer þar fyrir lítið. Þó er eitt sem hún hefur alveg haldið sig við og það er að kjósa Adda Kitta Gau eins og hún kallar hann, hann er jú að vestan eins og hún, heppin!
Þetta nafn Edduflokkurinn er síðan eitthvað sem mágur minn fann upp á að kalla okkur systurnar, fjórar, þegar honum fannst við líkjast mömmu, sérstaklega þegar við fórum að lýsa skoðunum okkar. Ég verð að segja þó hún sé móðir mín og mér þyki vænt um hana þá á ég mjög erfitt með að taka þessu sem hrósi að vera í Edduflokknum, kannski vegna þess ég kýs ekki Frjálslynda eða ég skipti ekki um skoðanir á pólitík eftir öðrum eða ég verð alls ekki eins orðljót og hún þó ég eigi það til að tala hátt og mikið. Það er samt gaman að þessu og mér finnst verulega skemmtilegt að hugsa til þess að eftir kannski 20 eitthvað ár þegar ég verð jafn gömul henni þá verð ég kannski ekkert skárri, hver veit.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.