6.11.2008 | 14:10
Pólitík
Ég er ein af þeim sem tel mig ekki vera pólitíska en hef samt ákveðnar skoðanir á pólitík og ég verð að segja að upp á síðkastið hefur mér gjörsamlega ofboðið neikvæðni ónafngreindra þingmanna sem eru í öllum viðtalsþáttum í útvarpi og sjónvarpi og dagblöðum og mér finnst stundum að jaðri við að þeir ofsæki mann. Mér hefur dottið í hug hvort þeir séu með beina línu frá fjölmiðlum og í símann sinn, samt ofbýður mér mest að fjölmiðlar skuli taka þátt í þessu. Ég þakka mest á þessum dögum fyrir takkann á viðtækjunum sem býður upp á að slökkt sé á þeim.
Ég veit ekki hvort að fólk almennt kaupir svona pólitík en finnst samt að umræðan í þjóðfélaginu almennt á neikvæðari nótunum og því gæti þetta átt hljómgrunn. Skil ekki hverju þeir telja sig vera að koma til skila með þessari neikvæðni, allaveganna er ég með það á hreinu að ef þeir kæmust til valda þá bið ég guð að vernda þjóðina, landið og miðin. Ekki gæti ég hugsað mér að þurfa að vera undir svona neikvæðum straumum stjórnarlega líka.
Fyrst ég er nú á annað borð byrjuð á pólitík þá hefur mér einnig alltaf fundið það skondið að þeir sem eru að tala mest fyrir náttúruvernd þarna á þingi skuli ganga með litað hár! Ef ég væri dýraverndunarsinni þá myndi ég ekki borða kjöt eða nota dýraafurðir, eins með náttúruvernd þú gengur ekki um og ert bara á móti virkjunum og álverum og slíku, þú verður að vera í öllum pakkanum og líka því að lita ekki hárið, ekki einu sinni með náttúruvænum litum. Þetta er kannski bara ég sem skil ekki svona partsheimer stefnu þar sem bara hluti stefnunnar er notaður.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.