Blogg, blogg, blogg

Jæja þá er best að taka sig til að bretta upp ermarnar og fara að skrifa því ég þarf að skila nokkrum bloggfærslum í vetur í skólanum. Ekki það að það sé leiðinlegt en það er þetta hvað á maður að skrifa um sem er erfitt, gæti velt mér upp úr þessu ástandi í þjóðfélaginu og reikna með að gera það. Hundarnir eru frekar einhæft umræðuefni eins og sést á þessu bloggi, því ekki getur maður endalaust skrifað um einhverja hunda þó maður hafi farið í hundana. Veðrið er að vísu sígilt en það er suðaustan rok og rigning úti og ekki lyftir það sálinni upp, svo þá er að venda sér í þjóðmálin.

Mikið er búið að ganga á í þessu þjóðfélagi og má segja að manni finnist nóg um. Það sem mér þykir erfiðast er öll þessi neikvæðni sem er í gangi og bara slítur manni. Ég hætti að horfa á sjónvarpsfréttir og hlusta á útvarpsfréttir og verð að segja að það ráð er bara alveg ágætt, hlusta á fimm daga fresti og hef ekki á tilfinningunni að ég missi af neinu. Mér finnst svo ótrúlegt hvað allir eru vitrir í dag og skilja ekki í þessu eða hinu og afhverju þetta og hitt var ekki gert, sérstaklega einn stjórnmálaflokkur sem fer fremstur í þessari neikvæðu umfjöllun og veit alveg hvernig þetta átti ekki að vera og hafa ótrúlegan talanda á því, útlista á fagurfræðilegan hátt allt það neikvæða sem þeir geta fundið en ef þeir eru spurðir hvað þeir hefðu gert þá verður færra um svör. Nóg um það.

Það er svo ótrúlegt hvað sumir hlutir geta verið skemmtilegir, ég náði þeim áfanga í lífinu og útskrifast sem þjóðfræðingur fyrir rúmri viku eða þann 25.10. Hélt ég upp á þann atburð með veislu og bauð hér vinum og fjölskyldu, verð að segja að það var góð veisla. Allir voru glaðir og kátir, enda boðið upp á rauðvín með snittum þrátt fyrir kreppuGrin. Virkilega góður dagur og ánægjulegur, var ánægð með ræðuna hjá rektor, hún er ótrúlega vel máli farin og skelegg. Margir framhaldsskólar mættu taka sér HÍ til fyrirmyndar að útskrifa 350 nemendur, veita þremur starfsmönnum verðlaun, gera þrjá einstaklinga að heiðursdoktorum, kórinn syngja tvö lög og rektor með ræðu og þetta allt á tveimur tímum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband